Sand Valley

Golfferð til Sand Valley í Póllandi er hreint út sagt tær snilld.
Þessu má þakka frábæru skipulagi Fótboltaferða þar sem aðstaða, þjónusta, verðlag og golfvöllur voru uppá 10.
Þegar ég keypti golf ferðina hjá Fótboltaferðum þá var hugarfar mitt í raun að finna ferð á sanngjörnu verði í haust og framlengja sumrinu örlítið fyrir okkur golf-óðu vinina. Flogið var í beinu flugi til Gdansk, þar beið mín bílstjóri sem sá um allan farangur okkar og kom okkur vel fyrir á þessari u.þ.b. 50 mínútna ferð til Sand Valley vallarins.
Viðtökurnar á Sand Valley voru ekki af verri endanum, fékk afhenta sérlega glæsilega lúxusvillu sem er nálægt klúbbhúsinu og þriðju flöt vallarins, innifalið í gistingu var sauna og sundlaug + möguleg gisting fyrir 9 til 12 manns.
Í klúbbhúsinu er bókstaflega stjanað við mann frá ótrúlega jákvæðu og almennilegu starfsfólki, hvort sem um ræðir farangur, innskráningu eða herbergis þjónustu. Á Sand Walley vellinum er fjölbreyttur og góður matur í björtu og glæsilegu klúbbhúsi. Völlurinn sjálfur er krefjandi með skemmtilegar brautir og flatir frábærar í alla staði, klárlega golfvöllur sem vinnur á með hverjum hring. Mjög sanngjarnt verð á öllu.
Veðrið seinnipartinn í oktober frábært,17 til 20 gráðu hiti + sól þessa 5 ferðadaga  og nánast enginn vindur. Geggjuð ferð sem ég mæli með fyrir alla golfara. Ég mun örugglega fara aftur til þessa staðar með Fótboltaferðum.
Takk kærlega fyrir mig Fótboltaferðir fyrir að gera  allt  sem góð Golfferð þarf með bros á vör.
kv.Jón J
176.900 kr

Vikuferð

Sand Valley var valinn sá besti í Póllandi 2019 ásamt því að vera á lista yfir 100 flottustu í evrópu. Tryggðu þér sæti snemma!