Golfferðir til La Manga á spáni (Opið allt árið)

BROTTFARADAGUR

01 Jan - 01 Feb

LENGD FERÐAR

7 - 14 dagar í skipulögðum ferðum

ALLS SKOÐAÐ

546

HÁMARKS FJÖLDI

40

Einn sá allra flottasti í evrópu og þótt víðar væri leitað.

3 glæsilegir 18 holu golfvellir lúxusgisting með aðgengi að heilsulind og yfir 15 veitingastaðir á svæðinu.

Flug – Gisting – Rúta  – Íslensk fararstjórn í höndum Þórdísar Geirsdóttur í skipulögðum ferðum okkar
Tilvalið f/ fyrirtækja- og vinahópa!

Fótboltaferðir Ehf – 521117 – 0850

Löggild ferðaskrifstofa

Facebook síðan okkar 

Instagram síðan okkar 

Innifalið í ferðinni er

  • Flug með Norwegian til Alicante (Golfsett innifalið)
  • Rúta til og frá La Manga
  • 4 og 5 stjörnu gistimöguleikar * Morgunmatur
  • 1x 18 holu golfhringur á dag fyrir utan dag 1 þar sem við mætum að kvöldi til.
  • Golfkerra
  • Fararstjórn – Þórdís Geirsdóttir í skipulögðum ferðum
Gott að vita:
  • Klukkan er 2 klst á undan á sumrin en 1 klst á veturna
  • Gjaldmiðill: Evra – €
  • Lengd ferðar: Við bjóðum upp á  7 – 14 daga ferðir í skipulögðum ferðum okkar en gerum einnig tilboð fyrir einstaklinga og hópa í styttri og lengri ferðir.

La Manga Club Golf er rétt fyrir sunnan Murcia og liggur á milli Miðjarðarhafsins og Mar Menor.

Svæðið er þekkt útum allan heim fyrir þá 3 framúrskarandi 18 holu golfvelli (Norður-, Suður- og Vesturgolfvöll) sem La Manga Club býður upp á. En einnig er stór glæsilegur 18 holu par 3 æfingavöllur á svæðinu.

Mörg heimsfræg golfmót hafa verið haldin þar um áraraðir og hafa margir af fremstu hönnuðum heims komið að uppbyggingunni og má þar nefna þá Robert Putman, Arnold Palmer og Dave Thomas.

Á svæðinu er glæsileg æfingaraðstaða og er klúbbhúsið í nokkurra mínútna göngufæri frá Hotel Principe Felipe.

Hotel Principe Felipe er mjög fallegt 5* hótel staðsett rétt við Norður og suður-vellina. Gríðarlega vel innréttuð og falleg hótelherbergi, sem öll eru með svölum og útsýni yfir golfsvæðið. Innifalið er mjög veglegt morgunverðarhlaðborð og aðgengi að Wellness Center þar sem hægt er að njóta sánu, gufubaða og heita potta og lengi mætti telja.  Þjónustan á svæðinu og á hótelinu er til mikillar fyrirmyndar.  Þar má líka finna PianoBar með lifandi tónlist marga daga vikunnar.

Einnig bjóðum við upp á 4* gistingu í nokkurra mínútna göngufæri frá golfvöllunum og er einnig boðið upp á skutlur á milli. Þessi möguleiki er mun ódýrari.

Las Lomas Village eru 4* hótelíbúðir og er boðið upp á einbýli (með útsýni allan hringinn), tvíbýli (með útsýni allan hringinn), tveggja herbergja íbúðir sem rúma allt að 4 og þriggja herbergja íbúðir sem rúma allt að 6 manns. Innifalið er veglegur morgunverður og aðgengi að Wellness Center aðeins nokkrum skrefum frá.  Þar er hægt er að njóta sánu, gufubaða og heita potta og lengi mætti telja.

Nánari upplýsingar um hótelið má finna á heimasíðu La Manga: Las Lomas Village

Nánari upplýsingar um hótelið má finna á heimasíðu La Manga: Hotel Principe Felipe 

Íslensk fararstjórn í höndum Þórdísar Geirsdóttur

Þórdís byrjaði í golfi 1976 og gekk þá í golfklúbbinn Keili og hefur verið meðlimur þar alla tíð síðan.
Þórdís varð Íslandsmeistari í meistarflokki 1987 og hefur unnið ótal landsmót 35 ára og eldri. Hún hefur einnig unnið landsmót 50 ára og eldri 4 sinnum og hefur orðið klúbbmeistari Keilis á annan tug skipta.
Hún eyðir öllum sínum frítíma á golfvellinum og hún hefur einnig gífurlega reynslu af fararstjórn í slíkum ferðum og erum við hæstánægð með að hafa hana í okkar liði.

Hafðu samband

Við gerum tilboð fyrir þig
BÓKA FERÐ

NAFN FERÐAR VERÐ FYRIR FULLORÐINN VERÐ FYRIR BARN SAMTALS SÆTI Í BOÐI BROTTFARADAGUR LENGD FERÐAR
Golfferðir til La Manga á spáni (Opið allt árið) 230.900 kr 220.900 kr 40 01 Jan ~ 01 Feb 7 - 14 dagar í skipulögðum ferðum

Booking Information

Name Price ( Adults/Children ) Persons ( Adults/Children ) Farþegar SAMTALS

Pay a 40% deposit per total price.

Aukaþjónusta

Hér fyrir neðan geturu valið um þá aukaþjónustu sem við bjóðum. Ath að ef ekki er valið sama fjölda og farþegar eru skal taka fram fyrir hvaða farþega er verið að velja fyrir.

Vara Verð Á mann Farþegar
60 mín golfkennsla 5 skipti
43.000 kr nei
60 mín golfkennsla 1 skipti
11.000 kr nei
30 mín golfkennsla 5 skipti
25.500 kr nei
30 mín golfkennsla 1 skipti
7.000 kr nei
Principe Felipe – Einbýli
40.000 kr nei

YFIRLIT

MILLISAMTALA 0 kr
Aukaþjónusta 0 kr
SAMTALS 0 kr

Customer Information

*
First Name is required.
*
Last Name is required.
*
Number Phone is required.
*
Address is required.
Thank You. Your booking have received and booking number is