Mysteryland - Tónlistarhátíð 22. - 26. ágúst 2019

BROTTFARADAGUR

22 Aug

LENGD FERÐAR

5 dagar 4 nætur

ALLS SKOÐAÐ

820

HÁMARKS FJÖLDI

20

Misteryland er stærsta raftónlistarhátíð Hollands og ár hvert flykkjast 100.000 gestir á hátíðina frá yfir 100 löndum til að skemmta sér yfir tónum frá fremstu raftónlistarmönnum heims og landslagið í kringum hátíðina skemmir ALLS ekki fyrir.

Yfir 300 listamenn koma fram á 17 sviðum og því eitthvað fyrir alla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, House, Big room, bass, techno, deep house, trance, trap og minimal to hardstyle, hardcore, Rnb og hip hop munu þjóna gestum alla helgina.

Aðstæðan er eins og best verður á kosið og mikið lagt upp úr ljósadýrð og hljómburð. Allt frá útidansgólfum til risa tjalda með fullkomnustu tækni á sviði Led skjáa og Led ljósa ásamt fullkomnustu hljóðkerfum heims.

Á laugardeginum og sunnudeginum er hátíðinni lokað með stæl þar sem öllu er til tjaldað á 3 stærstu sviðunum: Aðalsviðinu, Q-Dance sviðinu og  Big Top Tent. Þú getur bókað flugeldasýningu, confetti og dass af gæsahúð!

Útfrá hátíðarsvæðinu eru ótal stígar sem liggja til allra átta í gegnum skóginn og á þeim má finna falda staði til að chilla á, listamenn að sýna verkin sín , matvagnar og að sjálfsögðu aðrir gestir hátíðarinnar.

Í suðurhluta svæðissins er að finna Healing Garden og eins og nafnið ber með sér þá er staðurinn tilvalinn fyrir þá sem vilja rækta sál og líkama. Í boði er allt frá Chi Gung og Cacao meðferða til Nudd, Jóga og hugleiðslu meðferða.

Þú getur farið í bátsferð á stærsta vatni svæðissins sem er staðsett við risa píramítann sem einkennir svæðið og notið útsýnissins frá vatninu og upplifað á sama tíma kyrrðina frá vatninu og orkuna sem einkennir Mystery land.

Aðal Partý ljónin dvelja á svæðinu frá föstudegi til mánudags en við hjá Global þekkjum okkar Íslendinga og bætum því fimmtudeginum við :).

Þegar komið er inn á Mysteryland hátíðarsvlðið er allt til alls í mat og drykk enda er hátíðin sett upp með það að markmiði að gestir geti gleymt öllu sem heitir dagleg rútína í nokkra daga og bara notið þess að vera til og notið þess sem hátíðin hefur upp á að bjóða.

Skipuleggjendur Mysteryland hafa yfir 26 ára reynslu á sviði dansviðburða og er hátíðin elsta raftónlistarhátíð heims. Lagt er mikið upp úr framúrskarandii aðstöðu fyrir gesti og númer 1, 2 og 3 er öryggi hátíðargesta svo það eina sem þú þarft að gera er að mæta og njóta, Mysteryland sér um rest.

Komdu með okkur og upplifðu tíma lífs þíns!

Innifalið:

Flug með Icelandair til og frá Amsterdam
Rúta til og frá flugvelli
4* hótelgisting
Reglulegar skutlur til og frá hóteli að hátíðarsvæðinu

Trailerinn

BÓKA FERÐ

NAFN FERÐAR VERÐ FYRIR FULLORÐINN VERÐ FYRIR BARN SAMTALS SÆTI Í BOÐI BROTTFARADAGUR LENGD FERÐAR
Mysteryland - Tónlistarhátíð 22. - 26. ágúst 2019 149.900 kr 0 kr 20 22 Aug 5 dagar 4 nætur

Booking Information

Name Price ( Adults/Children ) Persons ( Adults/Children ) Farþegar SAMTALS

Pay a deposit of 35.000 kr per adult.

YFIRLIT

MILLISAMTALA 0 kr
SAMTALS 0 kr

Customer Information

*
First Name is required.
*
Last Name is required.
*
Number Phone is required.
*
Address is required.
Thank You. Your booking have received and booking number is