Sardinía - Paradísareyja í Miðjarðarhafinu

BROTTFARADAGUR

01 Jan - 01 Jan

LENGD FERÐAR

7 - 21 dagar í skipulögðum ferðum

ALLS SKOÐAÐ

572

HÁMARKS FJÖLDI

40

Paradísareyja við Miðjarðarhafið

Sardinía er hluti af Ítalíu. ,,Höfuðborg” Sardiníu er Cagliari staðsett suðuraustur á eyjunni og búa þar um 150,000 manns

Flug – Gisting – Rúta  – Íslensk fararstjórn í höndum Kritas Eik Sandholt í skipulögðum ferðum okkar
Tilvalið f/ fjölskyldur og fyrirtækja- og vinahópa!

Fótboltaferðir Ehf – 521117 – 0850

Löggild ferðaskrifstofa

Facebook síðan okkar 

Instagram síðan okkar 

Innifalið í ferðinni er:

  • Flug, skattar og gjöld
  • Akstur til og frá flugvelli
  • 4* gisting á Hotel Branca Maria
  • Fararstjórn – Karitas Eik Sandholt í skipulögðum ferðum
Gott að vita:
  • Klukkan er 1 klst á undan á veturna en 2 klst á sumrin
  • Gjaldmiðill: Evrur (€)
  • Afþreying: Á svæðinu er ótal möguleika á afþreyingu og erum við með samninga við mörg afþreyingarfyrirtæki.

Sardinia er falin paradísareyja í Miðjarðarhafinu og er hún hluti af Ítalíu. ,,Höfuðborg” Sardiníu er Cagliari staðsett suðuraustur á eyjunni og búa þar um 150,000 manns, þar er einnig að finna Torres sem eru rústir af rómverskum hafnarbæ. Næsta stórborg ber nafnið Olbia, en þar er margt fallegt að skoða, til dæmis Costa Esmeralda, en það er vinsæll ferðamannastaður, einnig er hægt að fara til Olbiu til að versla fyrir þá sem það vilja.

Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og er eyjan meðal annars þekkt um alla Evrópu hjá hjólreiðafólki og fyrir framúrskarandi aðstæður til klifurs, landslagið, tæran sjóinn og óaðfinnanlegar strendur.

Okkar viðkomustaður er strandbærinn Cala Gonone en þar búa um 1200 manns og hentar þessi ferð bæði fyrir þá sem eru að leita að afslöppun umvafin(n) ósnertri náttúrufegurð eða allri þeirri afþreyingu sem staðurinn hefur að bjóða.

Gist verður á Hotel Branca Maria, sem er fjögurra stjörnu hótel með einkasundlaug, veitingastað, bar og glæsilegu útsýni en hótelið er staðsett ofarlega í bænum í c.a 5 mínútna göngufæri frá ströndinni en einnig eru reglulegar ferðir niður á höfn viðskiptavinum hótelsins að kostnaðarlausu.

Þaðan er boðið upp á bátsferðir gegn gjaldi og mælum við eindregið með því að nýta sér það. Í bátsferðunum er komið við á ströndum eins og Cala luna, Cala goloritze, Cala Mariolu, Cala fuili og le piscine di venere en á þær er einungis hægt að komast með litlum bátum og eru heimamenn þeir fáu sem vita um þessa földu paradís.

Þá er einnig hægt að skoða hellinn Le grotte de bue marino en hann er um 15 kílómetra að lengd.

Boðið verður upp á útsýnisferðir um staðinn og á frægar fornleifaslóðir eins og nuraghe sem eru rústir af bronsaldar þorpum sem víða má finna á Sardiniu. Þá er einnig hægt að skoða saltsteinshellinn grotte di ispinigoli, en hann er um 12 km að dýpt og talinn sá lengsti í Evrópu.

Sem dæmi um aðra afþreyingu er hægt að fara í kayak ferðir, fljótasiglingu, hestaferðir, jet ski, vínsmökkun,

flyboard, hraðbátaferðir, fjörhjólaferðir eða bara slappa af á ströndinni. Fyrir þá sem vilja fara í verslunarferð er stutt borgir eins og Cagliari og Sassari.

Íslensk fararstjórn í höndum Karítas Eik Sandholt

Karítas talar móðurmálið, þekkir vel til heimamanna og eyjunnar fögru og erum við hæstánægð með að hafa hana í okkar liði.

Karitas Eik er fararstjóri okkar í skipulögðum hópferðum.

Við gerum einnig tilboð fyrir einstaklinga og hópa og ef hópurinn er stærri en 15 manns bjóðum við upp á íslenska fararstjórn

Hafðu samband

Við gerum tilboð fyrir þig
BÓKA FERÐ

NAFN FERÐAR VERÐ FYRIR FULLORÐINN VERÐ FYRIR BARN SAMTALS SÆTI Í BOÐI BROTTFARADAGUR LENGD FERÐAR
Sardinía - Paradísareyja í Miðjarðarhafinu 189.900 kr 179.900 kr 40 01 Jan ~ 01 Jan 7 - 21 dagar í skipulögðum ferðum

Booking Information

Name Price ( Adults/Children ) Persons ( Adults/Children ) Farþegar SAMTALS

Pay a 40% deposit per total price.

YFIRLIT

MILLISAMTALA 0 kr
SAMTALS 0 kr

Customer Information

*
First Name is required.
*
Last Name is required.
*
Number Phone is required.
*
Address is required.
Thank You. Your booking have received and booking number is

þú gætir einnig haft áhuga á þessum ferðum